Kæra Miley Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Hættu nú alveg. Ég er engin tepra en þessi tunga drepur mig! NORDICPHOTOS/GETTY Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur! Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur!
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“