Hefði viljað vita af síðasta landsleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Hrafnhildur Skúladóttir með systrum sínum Drífu og Dagnýju. Fréttablaðið/Daníel Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var ekki valin í íslenska landsliðið þegar það hóf leik í undankeppni EM 2014 í síðasta mánuði. Valið kom mörgum á óvart enda Hrafnhildur að spila á fullu með Val. Ákvörðun Ágústs Þórs Jóhannssonar kom Hrafnhildi sjálfri þó ekki á óvart. „Ég talaði við Gústa í sumar og tjáði honum að ég ætlaði að hætta eftir þetta tímabil",? sagði Hrafnhildur við Fréttablaðið. ? „Hann hlýtur að taka mið af því enda byrjaði nú mót sem lýkur með úrslitakeppni í desember eftir rúmt ár. Þá verð ég hætt í handbolta. Eftir samtal okkar í sumar bjóst ég ekki við því að verða valin".?Gefur enn kost á sérHrafnhildur á samkvæmt heimasíðu HSÍ að baki 170 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim hefur hún skorað 620 mörk. Síðast spilaði hún með Íslandi í tveimur æfingaleikjum gegn Noregi hér á landi um miðjan júní. Hrafnhildur hefur spilað með Íslandi á öllum þremur stórmótum sem liðið hefur komist á og verið lykilmaður í uppgangi þess undanfarin ár. „Ég fæ ekki betur séð en að mínum landsliðsferli sé lokið. Það eina sem ég sakna er að ég hefði gjarnan viljað vita fyrirfram að leikurinn í sumar yrði minn síðasti landsleikur. Að ég væri að klæða mig í treyjuna í síðasta sinn".? Hrafnhildur er þó ekki hætt að gefa kost á sér og útilokar ekki að spila með landsliðinu á ný, verði leitað eftir því. „Ef upp koma meiðsli eða eitthvað slíkt í hópnum þá verð ég aldrei með nein leiðindi. Ég er alltaf til í að hjálpa til. En þær þurfa ekki á minni hjálp að halda nú og er það gott. Ungar stelpur eru að vinna sér sess í liðinu og ég mun styðja þær á pöllunum".Fyrsti og síðasti með DagnýjuÞað er algengt að margreyndar landsliðskempur fá kveðjuleiki að lokinni langri þjónustu í þágu viðkomandi landsliðs. Hrafnhildur segist ekki vilja fara fram á neitt slíkt en hefði sjálf viljað kveðja landsliðið á viðeigandi hátt. „?Eins og ég segi – ég hefði gjarnan viljað vita af því. Ég er búin að vera í landsliðinu í sautján ár. Ég á flesta leikina, hef skorað flest mörkin og á öll metin. Það hefði verið fínt að fá að kveðja þetta tímabil í mínu lífi". Henni þykir vænt um að hafa spilað síðasta landsleik sinn með Dagnýju systur sinni, enda spiluðu þær saman sinn fyrsta landsleik á sínum tíma.Lífið á pásu Hrafnhildur segist hafa ákveðið að hætta þegar hún gerði nýjan tveggja ára samning við Val fyrir rúmu ári. „?Þá ákvað ég að það yrði minn síðasti samningur. Ég væri örugglega búin að eignast fjögur börn ef ekki væri fyrir handboltann,?" segir hún og hlær en Hrafnhildur er tveggja barna móðir. „Maður hefur því sett lífið á smápásu fyrir íþróttina. Ég vil því klára þetta tímabil og svo bíða mín vonandi barneignir eða eitthvað skemmtilegt".? Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var ekki valin í íslenska landsliðið þegar það hóf leik í undankeppni EM 2014 í síðasta mánuði. Valið kom mörgum á óvart enda Hrafnhildur að spila á fullu með Val. Ákvörðun Ágústs Þórs Jóhannssonar kom Hrafnhildi sjálfri þó ekki á óvart. „Ég talaði við Gústa í sumar og tjáði honum að ég ætlaði að hætta eftir þetta tímabil",? sagði Hrafnhildur við Fréttablaðið. ? „Hann hlýtur að taka mið af því enda byrjaði nú mót sem lýkur með úrslitakeppni í desember eftir rúmt ár. Þá verð ég hætt í handbolta. Eftir samtal okkar í sumar bjóst ég ekki við því að verða valin".?Gefur enn kost á sérHrafnhildur á samkvæmt heimasíðu HSÍ að baki 170 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim hefur hún skorað 620 mörk. Síðast spilaði hún með Íslandi í tveimur æfingaleikjum gegn Noregi hér á landi um miðjan júní. Hrafnhildur hefur spilað með Íslandi á öllum þremur stórmótum sem liðið hefur komist á og verið lykilmaður í uppgangi þess undanfarin ár. „Ég fæ ekki betur séð en að mínum landsliðsferli sé lokið. Það eina sem ég sakna er að ég hefði gjarnan viljað vita fyrirfram að leikurinn í sumar yrði minn síðasti landsleikur. Að ég væri að klæða mig í treyjuna í síðasta sinn".? Hrafnhildur er þó ekki hætt að gefa kost á sér og útilokar ekki að spila með landsliðinu á ný, verði leitað eftir því. „Ef upp koma meiðsli eða eitthvað slíkt í hópnum þá verð ég aldrei með nein leiðindi. Ég er alltaf til í að hjálpa til. En þær þurfa ekki á minni hjálp að halda nú og er það gott. Ungar stelpur eru að vinna sér sess í liðinu og ég mun styðja þær á pöllunum".Fyrsti og síðasti með DagnýjuÞað er algengt að margreyndar landsliðskempur fá kveðjuleiki að lokinni langri þjónustu í þágu viðkomandi landsliðs. Hrafnhildur segist ekki vilja fara fram á neitt slíkt en hefði sjálf viljað kveðja landsliðið á viðeigandi hátt. „?Eins og ég segi – ég hefði gjarnan viljað vita af því. Ég er búin að vera í landsliðinu í sautján ár. Ég á flesta leikina, hef skorað flest mörkin og á öll metin. Það hefði verið fínt að fá að kveðja þetta tímabil í mínu lífi". Henni þykir vænt um að hafa spilað síðasta landsleik sinn með Dagnýju systur sinni, enda spiluðu þær saman sinn fyrsta landsleik á sínum tíma.Lífið á pásu Hrafnhildur segist hafa ákveðið að hætta þegar hún gerði nýjan tveggja ára samning við Val fyrir rúmu ári. „?Þá ákvað ég að það yrði minn síðasti samningur. Ég væri örugglega búin að eignast fjögur börn ef ekki væri fyrir handboltann,?" segir hún og hlær en Hrafnhildur er tveggja barna móðir. „Maður hefur því sett lífið á smápásu fyrir íþróttina. Ég vil því klára þetta tímabil og svo bíða mín vonandi barneignir eða eitthvað skemmtilegt".?
Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira