Fyrir ári Margrét Tryggvadóttir skrifar 22. október 2013 09:14 Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar