Lorde á framtíðina fyrir sér Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 09:00 Söngkonan og lagasmiðurinn Lorde hefur gefið út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. nordicphotos/getty Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum.
Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira