Slær hárréttu sorglegu tónana Freyr Bjarnason skrifar 3. október 2013 07:30 Jóhann Jóhannsson hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í Hollywood-spennumyndinni Prisoners sem var tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. „Tónlistin eftir íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson slær hárréttu sorglegu tónana,“ segir í dómi kvikmyndablaðsins fræga Variety. Gagnrýnandi Associated Press er einnig hrifinn: „Tónlistin eftir Jóhann Jóhannsson lætur þig skjálfa. Reyndu bara að ná henni út úr höfðinu á þér þegar þú yfirgefur bíóið.“ Í dómi Filmmusicmag.com segir: „Tónlistin við Prisoners er ein sú áhugaverðasta síðan hin snilldarlega skrítna tónlist við There Will Be Blood eftir Jonny Greenwood kom út.“ Jóhann samdi tónlistina í Kaupmannahöfn þar sem hann býr. Hún var tekin upp í London, Berlín og París. Jóhann vann m.a. með Hildi Guðnadóttur sem spilaði á selló, Norðmanninum Erik Skodvin sem sá um rafhljóð og Thomas Bloch sem spilaði á glerhljóðfæri sem kallast cristal baschet. Einnig spilaði Bloch á ondes Martenot, sem er franskt rafhljóðfæri frá 1930. Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. Með aðalhlutverk í myndinni fara Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal. Hún verður frumsýnd hér á landi í dag. Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Jóhann Jóhannsson hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í Hollywood-spennumyndinni Prisoners sem var tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. „Tónlistin eftir íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson slær hárréttu sorglegu tónana,“ segir í dómi kvikmyndablaðsins fræga Variety. Gagnrýnandi Associated Press er einnig hrifinn: „Tónlistin eftir Jóhann Jóhannsson lætur þig skjálfa. Reyndu bara að ná henni út úr höfðinu á þér þegar þú yfirgefur bíóið.“ Í dómi Filmmusicmag.com segir: „Tónlistin við Prisoners er ein sú áhugaverðasta síðan hin snilldarlega skrítna tónlist við There Will Be Blood eftir Jonny Greenwood kom út.“ Jóhann samdi tónlistina í Kaupmannahöfn þar sem hann býr. Hún var tekin upp í London, Berlín og París. Jóhann vann m.a. með Hildi Guðnadóttur sem spilaði á selló, Norðmanninum Erik Skodvin sem sá um rafhljóð og Thomas Bloch sem spilaði á glerhljóðfæri sem kallast cristal baschet. Einnig spilaði Bloch á ondes Martenot, sem er franskt rafhljóðfæri frá 1930. Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. Með aðalhlutverk í myndinni fara Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal. Hún verður frumsýnd hér á landi í dag.
Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira