Virkt fjármálaeftirlit er undirstaða endurreisnar Aðalsteinn Leifsson skrifar 12. september 2013 06:00 Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun