Helgi Björns: Þetta er alveg frábært band Freyr Bjarnason skrifar 22. ágúst 2013 09:00 Helgi flytur þýska, fimmtán manna hljómsveit til Íslands í október. fréttablaðið/anton „Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“