Ásgeir og Sálin á menningarnótt Freyr Bjarnason skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Sálin spilar í annað sinn á menningarnæturtónleikum Rásar 2. Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta. Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta.
Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira