Stærsta auglýsingafyrirtæki í heimi Lovísa Eiríksdóttir skrifar 29. júlí 2013 15:00 Maurice Levy, stjórnarformaður Publicis Group og John Wren, stjórnarformaður Omicom takast í hendur eftir að samrunninn varð að veruleika. Mynd/afp Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent