Nemi í naumhyggju Freyr Bjarnason skrifar 20. júní 2013 10:00 Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa viðbrögð gagnrýnenda verið sérlega góð.Rolling Stone gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm og segir hana algjöra snilld. „Allir brjálaðir snillingar verða að gera plötu eins og þessa að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Þegar hún er hvað mest illkvittin lætur hún Kid A eða In Utero hljóma eins og Bruno Mars.“ Pitchfork gefur henni 9,5 af 10 í einkunn og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum og segir hana uppfulla af naumhyggju en samt kraftmikla. Yeezus var að mestu leyti tekin upp í París og eins og oft áður fékk West til liðs við sig fjölda samstarfsmanna. Franski elektródúettinn Daft Punk stjórnaði upptökum á fjórum lögum af tíu á plötunni, þar á meðal þeim þremur fyrstu, en West starfaði síðast með sveitinni með góðum árangri í stuðlaginu Stronger. Hinn ungi rappari Chief Keef frá heimaborg Wests, Chicago, og Justin Vernon úr hljómsveitinni Bon Iver, sungu jafnframt inn á plötuna. Vernon var einmitt á meðal gesta á síðustu plötu West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem margir töldu á meðal þeirra bestu 2010. Þegar West var kominn í tímaþröng með að klára Yeezus hóaði hann í stjörnu-upptökustjórann Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Beastie Boys og Johnny Cash, og bað hann um aðstoð við að fínpússa hana. „Ég er enn þá bara krakki að læra hvernig naumhyggja virkar og hann er meistari í henni,“ sagði West um Rubin í viðtali við New York Times. Að sögn Rubins þurfti West að skila plötunni af sér þremur vikum eftir að hann hafði samband við hann. Rubin taldi að nokkra mánuði þyrfti til að ljúka við verkið en lét engu að síður til leiðast. Aðeins tveimur dögum áður en rapparinn átti að skila af sér Yeezus var hann á leiðinni í flug til Mílanó til að vera viðstaddur veislu í tilefni af væntanlegri fæðingu dóttur hans og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Þá átti hann eftir að syngja inn á fimm lög og texta vantaði fyrir nokkur þeirra. Áður en hann þurfti að mæta á flugvöllinn hafði hann tvo klukkutíma aflögu og skilaði sínu á síðustu stundu fyrir Rubin, og rúmlega það. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa viðbrögð gagnrýnenda verið sérlega góð.Rolling Stone gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm og segir hana algjöra snilld. „Allir brjálaðir snillingar verða að gera plötu eins og þessa að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Þegar hún er hvað mest illkvittin lætur hún Kid A eða In Utero hljóma eins og Bruno Mars.“ Pitchfork gefur henni 9,5 af 10 í einkunn og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum og segir hana uppfulla af naumhyggju en samt kraftmikla. Yeezus var að mestu leyti tekin upp í París og eins og oft áður fékk West til liðs við sig fjölda samstarfsmanna. Franski elektródúettinn Daft Punk stjórnaði upptökum á fjórum lögum af tíu á plötunni, þar á meðal þeim þremur fyrstu, en West starfaði síðast með sveitinni með góðum árangri í stuðlaginu Stronger. Hinn ungi rappari Chief Keef frá heimaborg Wests, Chicago, og Justin Vernon úr hljómsveitinni Bon Iver, sungu jafnframt inn á plötuna. Vernon var einmitt á meðal gesta á síðustu plötu West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem margir töldu á meðal þeirra bestu 2010. Þegar West var kominn í tímaþröng með að klára Yeezus hóaði hann í stjörnu-upptökustjórann Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Beastie Boys og Johnny Cash, og bað hann um aðstoð við að fínpússa hana. „Ég er enn þá bara krakki að læra hvernig naumhyggja virkar og hann er meistari í henni,“ sagði West um Rubin í viðtali við New York Times. Að sögn Rubins þurfti West að skila plötunni af sér þremur vikum eftir að hann hafði samband við hann. Rubin taldi að nokkra mánuði þyrfti til að ljúka við verkið en lét engu að síður til leiðast. Aðeins tveimur dögum áður en rapparinn átti að skila af sér Yeezus var hann á leiðinni í flug til Mílanó til að vera viðstaddur veislu í tilefni af væntanlegri fæðingu dóttur hans og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Þá átti hann eftir að syngja inn á fimm lög og texta vantaði fyrir nokkur þeirra. Áður en hann þurfti að mæta á flugvöllinn hafði hann tvo klukkutíma aflögu og skilaði sínu á síðustu stundu fyrir Rubin, og rúmlega það.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning