Fleiri megavött með nýrri tækni Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2013 06:00 Uppsett afl er 303 megavött. Nú eru framleidd 276 megavött í virkjuninni, en meiri gufu þarf til að halda uppi fullum afköstum. Til þess vill Orkuveitan tengja virkjunina við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn. Sú framkvæmd þarf líklega að fara í umhverfismat. Fréttablaðið/gva Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma. Fréttaskýringar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma.
Fréttaskýringar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira