Fleiri megavött með nýrri tækni Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2013 06:00 Uppsett afl er 303 megavött. Nú eru framleidd 276 megavött í virkjuninni, en meiri gufu þarf til að halda uppi fullum afköstum. Til þess vill Orkuveitan tengja virkjunina við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn. Sú framkvæmd þarf líklega að fara í umhverfismat. Fréttablaðið/gva Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma. Fréttaskýringar Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma.
Fréttaskýringar Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira