Vinnur við búningana í Game of Thrones Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. júní 2013 08:00 „Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“ Game of Thrones Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“
Game of Thrones Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira