Sigurtextinn fluttur 8. maí 2013 08:00 Textinn við lagið Nakin nótt verður frumfluttur í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Hljómsveitin Mosi frændi ætlar að frumflytja sigurtextann sem einn af hlustendum Popplands á Rás 2 samdi við lag hennar Nakin nótt, á tónleikum á Gamla Gauknum í kvöld. Þetta verða fyrstu opinberu tónleikar sveitarinnar í fjögur ár. Mosi frændi var stofnuð af sex nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1985. Þekktasta lag hennar er Katla kalda sem kom út 1988. Það samdi hún eftir að Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem þá var útvarpsmaður á Bylgjunnar, fékk hlustendur til að semja með sér texta sem átti að sameina allt það versta í íslenskri textagerð. Mosi frændi setti sig í samband við Þorstein og bauðst til að semja lag við textann. Í ár var ákveðið að endurtaka leikinn frá því í gamla daga og fá hlustendur Popplands til að senda inn sína útgáfu af texta við prufuupptöku af lagi Mosa frænda. Heiða Eiríksdóttir úr hljómsveitinni Hellvar lánaði sveitinni rödd sína til að laglínan kæmist til skila. Á meðal þeirra sem voru í dómnefnd til að velja besta textann voru Þorsteinn J., Ólafur Páll Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Auk Mosa frænda spila á tónleikunum í kvöld hljómsveitirnar Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðigur og Skelkur í bringu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Mosi frændi ætlar að frumflytja sigurtextann sem einn af hlustendum Popplands á Rás 2 samdi við lag hennar Nakin nótt, á tónleikum á Gamla Gauknum í kvöld. Þetta verða fyrstu opinberu tónleikar sveitarinnar í fjögur ár. Mosi frændi var stofnuð af sex nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1985. Þekktasta lag hennar er Katla kalda sem kom út 1988. Það samdi hún eftir að Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem þá var útvarpsmaður á Bylgjunnar, fékk hlustendur til að semja með sér texta sem átti að sameina allt það versta í íslenskri textagerð. Mosi frændi setti sig í samband við Þorstein og bauðst til að semja lag við textann. Í ár var ákveðið að endurtaka leikinn frá því í gamla daga og fá hlustendur Popplands til að senda inn sína útgáfu af texta við prufuupptöku af lagi Mosa frænda. Heiða Eiríksdóttir úr hljómsveitinni Hellvar lánaði sveitinni rödd sína til að laglínan kæmist til skila. Á meðal þeirra sem voru í dómnefnd til að velja besta textann voru Þorsteinn J., Ólafur Páll Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Auk Mosa frænda spila á tónleikunum í kvöld hljómsveitirnar Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðigur og Skelkur í bringu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira