Fundið fé? Ögmundur Jónasson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar