Jón eða séra Jón Hildur Sif Thorarensen skrifar 18. apríl 2013 06:00 Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar