Aflahrotan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2013 06:00 Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun