RFF haldið með öðru sniði í ár Sara McMahon skrifar 8. mars 2013 06:00 Með breyttu sniði RFF fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár. Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, segir RFF í stöðugri þróun. fréttablaðið/Anton „Við vildum breyta til og leggja meiri áherslu á viðskiptahliðina, þess vegna kusum við að hafa sýningarnar fyrr um daginn,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Hátíðin fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár og fara allar tískusýningarnar fram á laugardeginum. Alls taka sjö hönnuðir þátt í RFF í ár og hefst fyrsta sýningin klukkan 11.30 og sú síðasta klukkan 17 sama dag. „Við litum til erlendu tískuviknanna þegar kom að skipulaginu. Úti byrja fyrstu sýningarnar mjög snemma á morgnana. Tískuiðnaðurinn er mjög ungur hérna heima, RFF er lifandi verkefni og við erum enn að reyna að finna okkar takt.“ Önnur breyting sem á sér stað er sú að í fyrsta sinn gefst gestum færi á að kaupa miða inn á stakar sýningar eða passa á allar sjö sýningarnar. „Við viljum fá sem flesta á sýningarnar og þess vegna ákváðum við að prófa að selja inn á stakar sýningar. Miðasalan hefur farið ótrúlega vel af stað og það er þegar uppselt á nokkrar sýningar,“ segir Þórey Eva og nefnir sýningu tískumerkisins Ellu í því samhengi. Í ár er RFF haldin í tengslum við Hönnunarmars og því fá gestir hátíðarinnar að upplifa fleira en bara tísku þennan laugardag. „Það verður fullt að gerast í Hörpunni á sama tíma, meðal annars húsgagnasýning, vídeóverk og sýning útskriftarnema úr fatahönnunardeild LHÍ,“ segir Þórey Eva að lokum. HönnunarMars RFF Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Við vildum breyta til og leggja meiri áherslu á viðskiptahliðina, þess vegna kusum við að hafa sýningarnar fyrr um daginn,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Hátíðin fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár og fara allar tískusýningarnar fram á laugardeginum. Alls taka sjö hönnuðir þátt í RFF í ár og hefst fyrsta sýningin klukkan 11.30 og sú síðasta klukkan 17 sama dag. „Við litum til erlendu tískuviknanna þegar kom að skipulaginu. Úti byrja fyrstu sýningarnar mjög snemma á morgnana. Tískuiðnaðurinn er mjög ungur hérna heima, RFF er lifandi verkefni og við erum enn að reyna að finna okkar takt.“ Önnur breyting sem á sér stað er sú að í fyrsta sinn gefst gestum færi á að kaupa miða inn á stakar sýningar eða passa á allar sjö sýningarnar. „Við viljum fá sem flesta á sýningarnar og þess vegna ákváðum við að prófa að selja inn á stakar sýningar. Miðasalan hefur farið ótrúlega vel af stað og það er þegar uppselt á nokkrar sýningar,“ segir Þórey Eva og nefnir sýningu tískumerkisins Ellu í því samhengi. Í ár er RFF haldin í tengslum við Hönnunarmars og því fá gestir hátíðarinnar að upplifa fleira en bara tísku þennan laugardag. „Það verður fullt að gerast í Hörpunni á sama tíma, meðal annars húsgagnasýning, vídeóverk og sýning útskriftarnema úr fatahönnunardeild LHÍ,“ segir Þórey Eva að lokum.
HönnunarMars RFF Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira