RFF haldið með öðru sniði í ár Sara McMahon skrifar 8. mars 2013 06:00 Með breyttu sniði RFF fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár. Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, segir RFF í stöðugri þróun. fréttablaðið/Anton „Við vildum breyta til og leggja meiri áherslu á viðskiptahliðina, þess vegna kusum við að hafa sýningarnar fyrr um daginn,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Hátíðin fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár og fara allar tískusýningarnar fram á laugardeginum. Alls taka sjö hönnuðir þátt í RFF í ár og hefst fyrsta sýningin klukkan 11.30 og sú síðasta klukkan 17 sama dag. „Við litum til erlendu tískuviknanna þegar kom að skipulaginu. Úti byrja fyrstu sýningarnar mjög snemma á morgnana. Tískuiðnaðurinn er mjög ungur hérna heima, RFF er lifandi verkefni og við erum enn að reyna að finna okkar takt.“ Önnur breyting sem á sér stað er sú að í fyrsta sinn gefst gestum færi á að kaupa miða inn á stakar sýningar eða passa á allar sjö sýningarnar. „Við viljum fá sem flesta á sýningarnar og þess vegna ákváðum við að prófa að selja inn á stakar sýningar. Miðasalan hefur farið ótrúlega vel af stað og það er þegar uppselt á nokkrar sýningar,“ segir Þórey Eva og nefnir sýningu tískumerkisins Ellu í því samhengi. Í ár er RFF haldin í tengslum við Hönnunarmars og því fá gestir hátíðarinnar að upplifa fleira en bara tísku þennan laugardag. „Það verður fullt að gerast í Hörpunni á sama tíma, meðal annars húsgagnasýning, vídeóverk og sýning útskriftarnema úr fatahönnunardeild LHÍ,“ segir Þórey Eva að lokum. HönnunarMars RFF Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
„Við vildum breyta til og leggja meiri áherslu á viðskiptahliðina, þess vegna kusum við að hafa sýningarnar fyrr um daginn,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Hátíðin fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár og fara allar tískusýningarnar fram á laugardeginum. Alls taka sjö hönnuðir þátt í RFF í ár og hefst fyrsta sýningin klukkan 11.30 og sú síðasta klukkan 17 sama dag. „Við litum til erlendu tískuviknanna þegar kom að skipulaginu. Úti byrja fyrstu sýningarnar mjög snemma á morgnana. Tískuiðnaðurinn er mjög ungur hérna heima, RFF er lifandi verkefni og við erum enn að reyna að finna okkar takt.“ Önnur breyting sem á sér stað er sú að í fyrsta sinn gefst gestum færi á að kaupa miða inn á stakar sýningar eða passa á allar sjö sýningarnar. „Við viljum fá sem flesta á sýningarnar og þess vegna ákváðum við að prófa að selja inn á stakar sýningar. Miðasalan hefur farið ótrúlega vel af stað og það er þegar uppselt á nokkrar sýningar,“ segir Þórey Eva og nefnir sýningu tískumerkisins Ellu í því samhengi. Í ár er RFF haldin í tengslum við Hönnunarmars og því fá gestir hátíðarinnar að upplifa fleira en bara tísku þennan laugardag. „Það verður fullt að gerast í Hörpunni á sama tíma, meðal annars húsgagnasýning, vídeóverk og sýning útskriftarnema úr fatahönnunardeild LHÍ,“ segir Þórey Eva að lokum.
HönnunarMars RFF Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira