Timberlake mættur aftur eftir sjö ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“