Kynlífið breytist eftir því sem aldurinn færist yfir Sigga Dögg skrifar 7. mars 2013 06:00 Sigga Dögg kynlífsfræðingur svarar spurningum lesenda. SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira