Ónóg vitund um aðsteðjandi ógn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. mars 2013 06:00 Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun