Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin Össur Skarphéðinsson skrifar 2. mars 2013 06:00 Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun