Viðræður um aðra stóra hátíð í Keflavík 3. mars 2013 17:00 Hljómsveitin Deerhoof spilaði á Airwaves-hátíðinni 2007. fréttablaðið/arnþór Viðræður hafa átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina þekktu All Tomorrow"s Parties á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ í lok júní. Skipulagning hátíðarinnar hér á landi hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndu sex til sjö erlendar hljómsveitir spila á hátíðinni, þar á meðal hin bandaríska Deerhoof, og yrðu um fimm þúsund miðar í boði. Einnig kæmu íslenskar hljómsveitir fram. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinar erlendu sveitirnar sem myndu á hátíðinni séu margar hverjar heimsfrægar. All Tomorrow"s Parties var fyrst haldin í Englandi árið 1999 sem mótvægi við stærri tónlistarhátíðir á borð við Reading. Oftast er það ein hljómsveit sem fær að stjórna dagskrá hátíðarinnar en sú verður ekki raunin hér á landi. Þegar All Tomorrow"s Parties verður haldin í Englandi í maí næstkomandi stjórnar bandaríska hljómsveitin TV On The Radio dagskránni. Hátíðin fór fram í Ástralíu helgina 16. og 17. febrúar. Þar stigu á svið My Bloody Valentine, Godspeed You! Black Emperor, Swans og fleiri bönd. Það yrði þá skammt stórra högga á milli í Reykjanesbæ í sumar því í byrjun júní verður tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival haldin í annað sinn. Þar koma tíu erlendir og 140 innlendir flytjendur fram. Stærstu nöfnin verða rappararnir DMX og Tinie Tempah, auk hljómsveitarinnar Far East Movement. Á meðal íslensku flytjendanna verða Sóley, Skálmöld, Valdimar, Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Blazroca. freyr@frettabladid.is ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina þekktu All Tomorrow"s Parties á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ í lok júní. Skipulagning hátíðarinnar hér á landi hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndu sex til sjö erlendar hljómsveitir spila á hátíðinni, þar á meðal hin bandaríska Deerhoof, og yrðu um fimm þúsund miðar í boði. Einnig kæmu íslenskar hljómsveitir fram. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinar erlendu sveitirnar sem myndu á hátíðinni séu margar hverjar heimsfrægar. All Tomorrow"s Parties var fyrst haldin í Englandi árið 1999 sem mótvægi við stærri tónlistarhátíðir á borð við Reading. Oftast er það ein hljómsveit sem fær að stjórna dagskrá hátíðarinnar en sú verður ekki raunin hér á landi. Þegar All Tomorrow"s Parties verður haldin í Englandi í maí næstkomandi stjórnar bandaríska hljómsveitin TV On The Radio dagskránni. Hátíðin fór fram í Ástralíu helgina 16. og 17. febrúar. Þar stigu á svið My Bloody Valentine, Godspeed You! Black Emperor, Swans og fleiri bönd. Það yrði þá skammt stórra högga á milli í Reykjanesbæ í sumar því í byrjun júní verður tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival haldin í annað sinn. Þar koma tíu erlendir og 140 innlendir flytjendur fram. Stærstu nöfnin verða rappararnir DMX og Tinie Tempah, auk hljómsveitarinnar Far East Movement. Á meðal íslensku flytjendanna verða Sóley, Skálmöld, Valdimar, Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Blazroca. freyr@frettabladid.is
ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira