Líta á tónlistina sem trúarbrögð 1. febrúar 2013 07:00 kiss Magni og félagar spila fræg lög með Kiss á tónleikunum í kvöld. „Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira