Líta á tónlistina sem trúarbrögð 1. febrúar 2013 07:00 kiss Magni og félagar spila fræg lög með Kiss á tónleikunum í kvöld. „Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb
Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira