Met um hverja helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir Mynd/ÓskarÓ Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira