Kjartan Sveinsson er hættur í Sigur Rós Freyr Bjarnason skrifar 25. janúar 2013 07:00 Kjartan Sveinsson (lengst til vinstri) ásamt fyrrum félögum sínum í Sigur Rós.fréttablaðið/gva Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveitinni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær. Sigur Rós verður framvegis þriggja manna hljómsveit, skipuð stofnmeðlimunum Jóni Þóri Birgissyni og Georg Holm, og Orra Páli Dýrasyni. Enginn liðsmaður verður fenginn í stað Kjartans, nema á tónleikaferðum. Sigur Rós er á síðustu metrunum að klára nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hófust hér á landi í fyrra en hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu, án aðkomu Kjartans. Brotthvarf hans hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Þrátt fyrir að hafa spilað inn á síðustu plötu Sigur Rósar, Valtari, tók Kjartan ekki þátt í tónleikaferð um heiminn til að fylgja henni eftir. Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Kjartan vildi ekki ræða við Fréttablaðið um brotthvarf sitt. Hann ætlar að halda áfram að semja kvikmyndatónlist og starfa sem upptökustjóri, auk þess sem hann er eigandi hljóðversins Sundlaugarinnar ásamt Birgi Jóni Birgissyni. Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveitinni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær. Sigur Rós verður framvegis þriggja manna hljómsveit, skipuð stofnmeðlimunum Jóni Þóri Birgissyni og Georg Holm, og Orra Páli Dýrasyni. Enginn liðsmaður verður fenginn í stað Kjartans, nema á tónleikaferðum. Sigur Rós er á síðustu metrunum að klára nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hófust hér á landi í fyrra en hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu, án aðkomu Kjartans. Brotthvarf hans hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Þrátt fyrir að hafa spilað inn á síðustu plötu Sigur Rósar, Valtari, tók Kjartan ekki þátt í tónleikaferð um heiminn til að fylgja henni eftir. Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Kjartan vildi ekki ræða við Fréttablaðið um brotthvarf sitt. Hann ætlar að halda áfram að semja kvikmyndatónlist og starfa sem upptökustjóri, auk þess sem hann er eigandi hljóðversins Sundlaugarinnar ásamt Birgi Jóni Birgissyni.
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira