Til jafnaðar- og félagshyggjufólks Guðbjartur Hannesson skrifar 18. janúar 2013 00:01 Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun