Liðsstyrkur Guðbjartur Hannesson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar