Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:59 Mál konunnar sem olli dauða Lovísu Hrundar var þingfest fyrir dómi í gær. Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira