Óttaðist um líf sitt Telma Tómasson skrifar 5. desember 2013 16:00 Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma. Heilsa Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma.
Heilsa Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira