Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2013 13:20 Jón Þór vill kalla Hönnu Birnu, og ráðuneytisstjóra hennar, fyrir þingnefnd vegna þess sem þingmaður kallar alvarlegan leka. Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“ Lekamálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“
Lekamálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira