Styttist í mikla uppbyggingu Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2013 13:51 Byggð, flugvöllur og gróður á svæðinu mun taka miklum breytingum á næstu misserum og árum. Mynd Vilhelm Deiliskipulagsgerð fyrir Reykjavíkurflugvöll lýkur á næstu dögum. Það þýðir að mjög styttist í að minnstu flugbraut vallarins verður lokað, en samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar mun innanríkisráðuneytið auglýsa lokun hennar samhliða auglýsingu nýs deiliskipulags vallarins.Norð-austur/suð-vestur Ríki og borg gerðu með sér samkomulag í apríl um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Hluti þess var að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð. Deiliskipulagstillagan er svo gott sem tilbúin og verður auglýst upp úr miðjum desember, en ferlið tekur rúmlega þrjá mánuði, má vænta ef allt gengur að óskum. Þar er tekið tillit til nýrrar flugstöðvarbyggingar og lendingarljósa í Skerjafirði, meðal annars. Innan borgarkerfisins skilja menn stöðuna með þeim hætti að þegar auglýsingaferli lýkur og tillagan verður samþykkt hjá borginni þá verði flugbrautinni lokað á sama tíma. Þetta helgast af því að lokun flugbrautarinnar tekur svipaðan tíma, er skilningur Fréttablaðsins. Þá verða bæði svæðin í Skerjafirði og við Hlíðarenda frjáls sem byggingarsvæði; þá verður hægt að byggja upp við Hlíðarenda og huga að deiliskipulagi byggðar í Skerjafirði. Ekki er ólíklegt að menn séu orðnir nokkuð langeygir eftir að málinu ljúki, alla vega Hlíðarendamegin, þar sem menn eru með klárt skipulag og vilja hefjast handa. Þar gæti verið um fjárfestingu upp á 25 til 30 milljarða að ræða, enda 500 íbúðir í kortunum.Nýjar vendingar Eins og kunnugt er undirrituðu fulltrúar ríkis, borgar og Icelandair samkomulag um innanlandsflug í lok október. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirrituðu samkomulagið. Strax í kjölfarið lýsti forsætisráðherra því yfir að hann legðist alfarið gegn lokun þriðju flugbrautarinnar, enda væri ekkert um hana fjallað í texta samkomulagsins. Hann sagðist reyndar vilja vinda ofan af samkomulaginu um brotthvarf brautarinnar. Þegar eftir því var gengið á þeim tíma tók Hanna Birna af allan vafa um að staðið yrði við samkomulagið við borgina frá því í apríl, að því gefnu að samsvarandi öryggisbraut í Keflavík yrði opnuð. Því er það skilningur allra innan borgarkerfisins að samkomulagið standi, þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki par sáttur við lendinguna. Stóra fréttin í samkomulaginu um innanlandsflug í október var annars að norður-suðurflugbrautin verður á sínum stað til ársins 2022, í stað 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðalskipulagstillögu borgarinnar sem var samþykkt í gær.Trén verða að víkja Í samkomulaginu frá í apríl var staðfest að trjágróður í Öskjuhlíðinni þarf að víkja fyrir öryggissjónarmiðum á þriðju brautinni; austur-vesturflugbrautinni. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafði áður hafnað kröfu Isavia um að trén yrðu fjarlægð eða lækkuð. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að Flugfélag Íslands þarf æ oftar að takmarka farþegafjölda vegna trjánna í Öskjuhlíð. Eins þarf með reglulegu millibili að skilja eftir farangur eða frakt þegar vélar taka á loft í austurátt. Þetta dregur ekki úr rökum þeirra sem vilja trén burt, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt að þau verði felld enda elstu og tignarlegustu trén á þessu vinsæla svæði. Í umfjöllun um málið í vor kom fram að til stóð að grisjunin færi fram strax um sumarið, en ekki varð af því. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem hefur dregið upp áætlun um að fella 100 grenitré í Öskjuhlíð, segir að grisjun hangi saman með öðrum atriðum í samkomulaginu. Því má vænta þess að starfsmenn garðyrkjustjóra verði á ferli við grisjun um svipað leyti og flugbrautin verður aflögð – eða á vordögum. Fréttaskýringar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Deiliskipulagsgerð fyrir Reykjavíkurflugvöll lýkur á næstu dögum. Það þýðir að mjög styttist í að minnstu flugbraut vallarins verður lokað, en samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar mun innanríkisráðuneytið auglýsa lokun hennar samhliða auglýsingu nýs deiliskipulags vallarins.Norð-austur/suð-vestur Ríki og borg gerðu með sér samkomulag í apríl um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Hluti þess var að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð. Deiliskipulagstillagan er svo gott sem tilbúin og verður auglýst upp úr miðjum desember, en ferlið tekur rúmlega þrjá mánuði, má vænta ef allt gengur að óskum. Þar er tekið tillit til nýrrar flugstöðvarbyggingar og lendingarljósa í Skerjafirði, meðal annars. Innan borgarkerfisins skilja menn stöðuna með þeim hætti að þegar auglýsingaferli lýkur og tillagan verður samþykkt hjá borginni þá verði flugbrautinni lokað á sama tíma. Þetta helgast af því að lokun flugbrautarinnar tekur svipaðan tíma, er skilningur Fréttablaðsins. Þá verða bæði svæðin í Skerjafirði og við Hlíðarenda frjáls sem byggingarsvæði; þá verður hægt að byggja upp við Hlíðarenda og huga að deiliskipulagi byggðar í Skerjafirði. Ekki er ólíklegt að menn séu orðnir nokkuð langeygir eftir að málinu ljúki, alla vega Hlíðarendamegin, þar sem menn eru með klárt skipulag og vilja hefjast handa. Þar gæti verið um fjárfestingu upp á 25 til 30 milljarða að ræða, enda 500 íbúðir í kortunum.Nýjar vendingar Eins og kunnugt er undirrituðu fulltrúar ríkis, borgar og Icelandair samkomulag um innanlandsflug í lok október. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirrituðu samkomulagið. Strax í kjölfarið lýsti forsætisráðherra því yfir að hann legðist alfarið gegn lokun þriðju flugbrautarinnar, enda væri ekkert um hana fjallað í texta samkomulagsins. Hann sagðist reyndar vilja vinda ofan af samkomulaginu um brotthvarf brautarinnar. Þegar eftir því var gengið á þeim tíma tók Hanna Birna af allan vafa um að staðið yrði við samkomulagið við borgina frá því í apríl, að því gefnu að samsvarandi öryggisbraut í Keflavík yrði opnuð. Því er það skilningur allra innan borgarkerfisins að samkomulagið standi, þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki par sáttur við lendinguna. Stóra fréttin í samkomulaginu um innanlandsflug í október var annars að norður-suðurflugbrautin verður á sínum stað til ársins 2022, í stað 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðalskipulagstillögu borgarinnar sem var samþykkt í gær.Trén verða að víkja Í samkomulaginu frá í apríl var staðfest að trjágróður í Öskjuhlíðinni þarf að víkja fyrir öryggissjónarmiðum á þriðju brautinni; austur-vesturflugbrautinni. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafði áður hafnað kröfu Isavia um að trén yrðu fjarlægð eða lækkuð. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að Flugfélag Íslands þarf æ oftar að takmarka farþegafjölda vegna trjánna í Öskjuhlíð. Eins þarf með reglulegu millibili að skilja eftir farangur eða frakt þegar vélar taka á loft í austurátt. Þetta dregur ekki úr rökum þeirra sem vilja trén burt, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt að þau verði felld enda elstu og tignarlegustu trén á þessu vinsæla svæði. Í umfjöllun um málið í vor kom fram að til stóð að grisjunin færi fram strax um sumarið, en ekki varð af því. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem hefur dregið upp áætlun um að fella 100 grenitré í Öskjuhlíð, segir að grisjun hangi saman með öðrum atriðum í samkomulaginu. Því má vænta þess að starfsmenn garðyrkjustjóra verði á ferli við grisjun um svipað leyti og flugbrautin verður aflögð – eða á vordögum.
Fréttaskýringar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira