Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 18:45 Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri. Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Sjá meira
Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri.
Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Sjá meira
Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57
Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15
Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20