Súperman dreymdi Eið Smára | Íslendingar í banastuði í Króatíu Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 13:01 Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira