Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 09:33 Verkefnið hefur glatt mörg börnin í Úkraínu. myndir/Jól í skókassa „Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar. Jólafréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar.
Jólafréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira