Jól alla daga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 12:41 Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni. Jólafréttir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni.
Jólafréttir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira