Nokia-ráðstefna í Abu Dhabi - Kynna meðal annars nýjan "spjaldsíma“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. október 2013 12:32 Nokia kynnir nýja, óvenju stóra síma. Nokia hefur kynnt fyrstu spjaldsímana (e. phablets), sem eru óvenjustórir símar og í leiðinni kynnti Nokia fyrstu spjaldtölvu sína. Þetta kemur fram á BBC. Bæði nýi síminn og spjaldtölvan eru af tegundinni Lumia, annars vegar Lumia 1520 og hins vegar Lumia 2520. Nokia stendur fyrir ráðstefnu í Abu Dhabi þessa dagana undir yfirskriftinni Nokia World. Þetta mun vera stærsti viðburður Nokia áður en sölunni á Nokia yfir til tölvurisans Microsoft lýkur endanlega. Microsoft samþykkti að kaupa farsímahluta Nokia fyrir 5,4 milljarða evra, eða um 860 milljarða íslenskra króna og endanlega verður gengið frá kaupunum snemma á næsta ári. „Síðustu tvö ár hafa Microsoft og Nokia verið að berjast á markaðinum, með því að vinna saman eiga þeir meiri möguleika á að verða betri en þegar þeir eru í sitthvoru lagi,“ segir Martin Garnaer frá CCS Insight. Hann segir að Microsoft geti líka eytt mun meiri pening í markaðssetningu en Nokia gat gert eitt og sér. Eins og fram kom á Vísi í dag, kynnti Nokia að á nýju tækjunum yrði hægt að komast inn á fleiri öpp en hingað til. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nokia hefur kynnt fyrstu spjaldsímana (e. phablets), sem eru óvenjustórir símar og í leiðinni kynnti Nokia fyrstu spjaldtölvu sína. Þetta kemur fram á BBC. Bæði nýi síminn og spjaldtölvan eru af tegundinni Lumia, annars vegar Lumia 1520 og hins vegar Lumia 2520. Nokia stendur fyrir ráðstefnu í Abu Dhabi þessa dagana undir yfirskriftinni Nokia World. Þetta mun vera stærsti viðburður Nokia áður en sölunni á Nokia yfir til tölvurisans Microsoft lýkur endanlega. Microsoft samþykkti að kaupa farsímahluta Nokia fyrir 5,4 milljarða evra, eða um 860 milljarða íslenskra króna og endanlega verður gengið frá kaupunum snemma á næsta ári. „Síðustu tvö ár hafa Microsoft og Nokia verið að berjast á markaðinum, með því að vinna saman eiga þeir meiri möguleika á að verða betri en þegar þeir eru í sitthvoru lagi,“ segir Martin Garnaer frá CCS Insight. Hann segir að Microsoft geti líka eytt mun meiri pening í markaðssetningu en Nokia gat gert eitt og sér. Eins og fram kom á Vísi í dag, kynnti Nokia að á nýju tækjunum yrði hægt að komast inn á fleiri öpp en hingað til.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira