Poppkornsát dregur úr áhrifamætti auglýsinga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 13:41 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. mynd/getty Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“ Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira