„Heimskulegar leiðir til að deyja“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. ágúst 2013 16:17 Áströlsku baunirnar hafa sannarlega slegið í gegn. Auglýsingaherferð neðanjarðarlestarkerfisins í Melbourne í Ástralíu hefur vakið mikla athygli og slegið í gegn með lagi sem ber heitið „Dumb ways to die“, eða á íslensku: Heimskulegar leiðir til þess að deyja. Fyrirtækið hratt af stað auglýsingarherferð í nóvember á síðasta ári í því skyni að fækka slysum við lestarteina þar í landi. Yahoo! News greindi frá þessu. Ástralska neðanjarðarlestarkerfið fékk til samstarfs við sig, auglýsingastofuna McCann-Erickson til þess að hanna auglýsingarnar. Þeir sömdu þetta vinsæla lag og gerðu jafnframt myndband við það, sem sjá má hér neðst í fréttinni. Myndbandið hefur verið sótt yfir 56 milljón sinnum á Youtube. Myndbandið sýnir hvernig litlar ástralskar baunir deyja með því að haga sér með heimskulegum hætti. „Að kveikja í hárinu sínu“, „að selja bæði nýrun úr sér á internetinu“, „að borða lím“ eða „fela sig í þvottavél“. Þetta eru meðal dæma sem tekin eru í laginu yfir það sem fólk myndi alla jafna ekki telja ráðlegt að gera. Í lok myndbandsins sést svo hvernig litlu baunirnar deyja við lestarteina. Ein baunin deyr til dæmis með því að keyra yfir lestarteina og fram hjá hliði sem lokar fyrir bílaumferð þegar lest er í vændum. Myndbandið sló svo rækilega í gegn að ákveðið var að gefa út leik fyrir snjallsíma og kom leikurinn út í maí síðastliðnum. Í leiknum geta þátttakendur bjargað litlu baununum. Leikurinn er nú í 47. sæti yfir mest sóttu viðbæturnar fyrir snjallsíma á Íslandi. Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Auglýsingaherferð neðanjarðarlestarkerfisins í Melbourne í Ástralíu hefur vakið mikla athygli og slegið í gegn með lagi sem ber heitið „Dumb ways to die“, eða á íslensku: Heimskulegar leiðir til þess að deyja. Fyrirtækið hratt af stað auglýsingarherferð í nóvember á síðasta ári í því skyni að fækka slysum við lestarteina þar í landi. Yahoo! News greindi frá þessu. Ástralska neðanjarðarlestarkerfið fékk til samstarfs við sig, auglýsingastofuna McCann-Erickson til þess að hanna auglýsingarnar. Þeir sömdu þetta vinsæla lag og gerðu jafnframt myndband við það, sem sjá má hér neðst í fréttinni. Myndbandið hefur verið sótt yfir 56 milljón sinnum á Youtube. Myndbandið sýnir hvernig litlar ástralskar baunir deyja með því að haga sér með heimskulegum hætti. „Að kveikja í hárinu sínu“, „að selja bæði nýrun úr sér á internetinu“, „að borða lím“ eða „fela sig í þvottavél“. Þetta eru meðal dæma sem tekin eru í laginu yfir það sem fólk myndi alla jafna ekki telja ráðlegt að gera. Í lok myndbandsins sést svo hvernig litlu baunirnar deyja við lestarteina. Ein baunin deyr til dæmis með því að keyra yfir lestarteina og fram hjá hliði sem lokar fyrir bílaumferð þegar lest er í vændum. Myndbandið sló svo rækilega í gegn að ákveðið var að gefa út leik fyrir snjallsíma og kom leikurinn út í maí síðastliðnum. Í leiknum geta þátttakendur bjargað litlu baununum. Leikurinn er nú í 47. sæti yfir mest sóttu viðbæturnar fyrir snjallsíma á Íslandi.
Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira