Fékk svartan hauspoka fyrir "gróft" brot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2013 18:04 Áslaug spilar með stúlknaliðinu RSU Muddy en þær stöllur vissu ekki hvort þær hefðu náð áfram þegar Vísir náði af henni tali. Mynd/Áslaug Arna „Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum. Mýrarboltinn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum.
Mýrarboltinn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira