Bam Margera handtekinn á Keflavíkurflugvelli Boði Logason skrifar 25. júlí 2013 11:51 Bam Margera var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Jackass-stjarnan Bam Margera var handtekinn við komuna til landsins í gær. Ástæðan var sú að hann skuldaði bílaleigunni Hertz pening eftir að hann olli tjóni á Land Cruiser-bifreið fyrir ári síðan. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Margera hinn allra rólegasti þegar lögreglumenn stöðvuðu hann við landganginn og gekkst við því að skulda bílaleigunni frá því í fyrra. Tekin var skýrsla af honum og var hann í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir. Hann var síðan látinn laus eftir að hann hafði greitt upphæðina. Bam Margera lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan tvö í gær ásamt hljómsveit sinni, CKY. Hann spilaði á Spot í Kópavogi í gærkvöldi og hélt sveitin svo af landi brott í nótt.Eins og kom fram á Vísi í fyrra þá fannst Land Cruiser-jeppi, í eigu Hertz bílaleigunnar, fyrir utan hótel í Reykjanesbæ - fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. Lögreglan var kölluð til og bankaði hún upp á hjá Margera, sem reyndist enn dvelja á hótelinu. Fréttastofa Stöðvar 2 náði í kjölfarið tali af honum þar sem hann útskýrði nánar skemmdirnar á bílnum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Þar segist hann hafa staðgreitt 1,2 milljónir fyrir tjónið á bílnum með kreditkorti sínu. Aftur á móti virðist hann ekki hafa klárað greiðsluna - og þurfti því að klára hana í gær. Tengdar fréttir "Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. 27. júní 2012 23:48 Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. 9. júlí 2012 12:00 Jackass-stjarna fer hamförum á Íslandi Hjólabrettakempan og ofurhuginn Bam Margera lætur allt flakka í nýju tónlistarmyndbandi sem hann sendi frá sér í gær. 29. janúar 2013 10:40 Bam Margera og félagar með tónleika á Íslandi í júlí Bam Margera og félagar hans í CKY verða með tónleikana F***FACE UNSTOPPABLE í Hafnarhúsinu þann 24. júlí næstkomandi. 27. maí 2013 22:42 Jackass-stjarna borgaði milljón fyrir skemmdir á Land Cruiser Jackass-stjarnan, Bam Margera, stórskemmdi Toyota Land Cruiser bílaleigubíl hérna á Íslandi á dögunum, en hann hefur verið hér í fríi undanfarna daga. Bíllinn fannst við hótel í Reykjanesbæ um miðnætti í gærkvöld, fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. 26. júní 2012 15:36 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Jackass-stjarnan Bam Margera var handtekinn við komuna til landsins í gær. Ástæðan var sú að hann skuldaði bílaleigunni Hertz pening eftir að hann olli tjóni á Land Cruiser-bifreið fyrir ári síðan. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Margera hinn allra rólegasti þegar lögreglumenn stöðvuðu hann við landganginn og gekkst við því að skulda bílaleigunni frá því í fyrra. Tekin var skýrsla af honum og var hann í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir. Hann var síðan látinn laus eftir að hann hafði greitt upphæðina. Bam Margera lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan tvö í gær ásamt hljómsveit sinni, CKY. Hann spilaði á Spot í Kópavogi í gærkvöldi og hélt sveitin svo af landi brott í nótt.Eins og kom fram á Vísi í fyrra þá fannst Land Cruiser-jeppi, í eigu Hertz bílaleigunnar, fyrir utan hótel í Reykjanesbæ - fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. Lögreglan var kölluð til og bankaði hún upp á hjá Margera, sem reyndist enn dvelja á hótelinu. Fréttastofa Stöðvar 2 náði í kjölfarið tali af honum þar sem hann útskýrði nánar skemmdirnar á bílnum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Þar segist hann hafa staðgreitt 1,2 milljónir fyrir tjónið á bílnum með kreditkorti sínu. Aftur á móti virðist hann ekki hafa klárað greiðsluna - og þurfti því að klára hana í gær.
Tengdar fréttir "Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. 27. júní 2012 23:48 Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. 9. júlí 2012 12:00 Jackass-stjarna fer hamförum á Íslandi Hjólabrettakempan og ofurhuginn Bam Margera lætur allt flakka í nýju tónlistarmyndbandi sem hann sendi frá sér í gær. 29. janúar 2013 10:40 Bam Margera og félagar með tónleika á Íslandi í júlí Bam Margera og félagar hans í CKY verða með tónleikana F***FACE UNSTOPPABLE í Hafnarhúsinu þann 24. júlí næstkomandi. 27. maí 2013 22:42 Jackass-stjarna borgaði milljón fyrir skemmdir á Land Cruiser Jackass-stjarnan, Bam Margera, stórskemmdi Toyota Land Cruiser bílaleigubíl hérna á Íslandi á dögunum, en hann hefur verið hér í fríi undanfarna daga. Bíllinn fannst við hótel í Reykjanesbæ um miðnætti í gærkvöld, fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. 26. júní 2012 15:36 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
"Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. 27. júní 2012 23:48
Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. 9. júlí 2012 12:00
Jackass-stjarna fer hamförum á Íslandi Hjólabrettakempan og ofurhuginn Bam Margera lætur allt flakka í nýju tónlistarmyndbandi sem hann sendi frá sér í gær. 29. janúar 2013 10:40
Bam Margera og félagar með tónleika á Íslandi í júlí Bam Margera og félagar hans í CKY verða með tónleikana F***FACE UNSTOPPABLE í Hafnarhúsinu þann 24. júlí næstkomandi. 27. maí 2013 22:42
Jackass-stjarna borgaði milljón fyrir skemmdir á Land Cruiser Jackass-stjarnan, Bam Margera, stórskemmdi Toyota Land Cruiser bílaleigubíl hérna á Íslandi á dögunum, en hann hefur verið hér í fríi undanfarna daga. Bíllinn fannst við hótel í Reykjanesbæ um miðnætti í gærkvöld, fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum. 26. júní 2012 15:36