Leik lokið: Magnaður sigur Blika í Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 14:27 Blikar höfðu ærna ástæðu til að fagna í Graz í dag. Mynd/Arnþór Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag. Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sturm Graz í síðari leik liðanna í Austurríki í dag. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð. Eftir markalaus jafntefli í fyrri leiknum í Kópavogi áttu Blikar svo sannarlega möguleika gegn Austurríkismönnunum þótt verkefnið væri erfitt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sóttu meira náði Blikar góðri sókn. Daninn Nichlas Rohde átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Ellert Hreinsson sem skoraði af stuttu færi. Blikar fögnuðu en stuðningsmenn heimamanna, sem áttu vafalítið von á þægilegum sigri, blístruðu á sína menn. Blikar spiluðu afar agaðan varnarleik í síðari hálfleik. Þeir leyfðu heimamönnum að halda boltanum, lágu til baka og sóttu hratt þegar færi gafst. Gunnleifur Gunnleifsson varði þau fáu skot sem á marki hans höfnuðu en annars áttu heimamenn fá svör við Blikum. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og léku Blikar því manni færri síðustu mínúturnar. Það kom ekki að sök því Kópavogsbúar héldu haus og gott betur. 1-0 útisigur var í höfn og Blikar í komnir í 3. umferð. Andstæðingur Blika verður lið Aktobe frá Kasaksan. Aktobe sló út 2. deildarlið Hödd frá Noregi í tveimur leikjum samanlagt 2-1. Aktobe mætti FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2009 og vann 4-0 sigur í Hafnarfirði og 2-0 sigur ytra. Miðað við úrslitin gegn norska liðinu er lið Aktobe ekki jafnsterkt í dag.
Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira