Vigdís Hauks segir Standard & Poor's með inngrip í innanríkismál Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2013 16:36 Vigdís Hauksdóttir telur aðfinnslur Standard & Poors vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent