„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2013 20:15 „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi. Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi.
Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira