Alcoa dregur verulega úr framleiðslu sinni 30. maí 2013 08:01 Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni. Eins og kunnugt er af fréttum hefur matsfyrirtækið Moody's lækkað lánshæfiseinkunn Alcoa niður í ruslflokk eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins. Skuldir Alcoa nema 8,6 milljörðum dollara eða ríflega 1.000 milljörðum kr. Frekari lækkun á lánshæfiseinkunninni er talin ólíkleg á næstunni að því er segir í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.Dregur úr framleiðslunni Í fréttinni er vitnað í tilkynningu frá Alcoa sem segir að ákvörðun Moody‘s hafi ekki áhrif á stefnumörkun fyrirtækisins fyrir árið í ár. Alcoa hefur brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sinni með því að loka tveimur framleiðslulínum í álveri sínu í Quebec í Kanada. Þar að auki er Alcoa að íhuga að minnka álframleiðslu sína um 460.000 tonn fyrir lok næsta árs og draga úr framleiðslugetu í nýju álveri sinu í Saudi Arabíu. Ekki er búist við að erfiðleikar Alcoa hafi áhrif á starfsemi Fjarðaáls. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni. Eins og kunnugt er af fréttum hefur matsfyrirtækið Moody's lækkað lánshæfiseinkunn Alcoa niður í ruslflokk eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins. Skuldir Alcoa nema 8,6 milljörðum dollara eða ríflega 1.000 milljörðum kr. Frekari lækkun á lánshæfiseinkunninni er talin ólíkleg á næstunni að því er segir í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.Dregur úr framleiðslunni Í fréttinni er vitnað í tilkynningu frá Alcoa sem segir að ákvörðun Moody‘s hafi ekki áhrif á stefnumörkun fyrirtækisins fyrir árið í ár. Alcoa hefur brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sinni með því að loka tveimur framleiðslulínum í álveri sínu í Quebec í Kanada. Þar að auki er Alcoa að íhuga að minnka álframleiðslu sína um 460.000 tonn fyrir lok næsta árs og draga úr framleiðslugetu í nýju álveri sinu í Saudi Arabíu. Ekki er búist við að erfiðleikar Alcoa hafi áhrif á starfsemi Fjarðaáls.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent