Katrín Jakobs: Þurfum að ræða myntsamstarf við Norðmenn til hlítar Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2013 23:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“ Klinkið Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“
Klinkið Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur