Missti auga í F1-árekstri en má nú keyra á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2013 23:00 Maria de Villota. Mynd/Nordic Photos/Getty Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Maria de Villota fékk mikla höfuðáverka og meiddist illa í andlitinu í slysinu en hún er dóttir Emilio de Villota sem keppti í formúlunni á sínum tíma. Hennar formúludagar eru þó taldir. „Þeir gáfu mér leyfi í síðustu viku til að fara að keyra á ný," sagði Maria de Villota við BBC. „Ég er aftur farin að geta metið fjarlægðir vel og mér líður eins og ekkert hafi gerst," sagði De Villota. De Villota er 33 ára gömul en hún viðurkennir þó að hún glími enn við höfuðverk og máttleysi vegna slyssins en hún hefur eytt síðustu sjö mánuðum í endurhæfingu á Spáni. „Til að byrja með var erfitt að gera daglega hluti eins og að grípa lykla eða ná í vatnsglas. Núna gengur allt hinsvegar miklu betur," segir De Villota og bætti við: „Þegar allt er á botninn holft þá er mitt náttúrulega umhverfi í bílnum og ég er ánægðust þar. Ég hef saknað þess að keyra," viðurkenndi Maria de Villota. Formúla Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Maria de Villota fékk mikla höfuðáverka og meiddist illa í andlitinu í slysinu en hún er dóttir Emilio de Villota sem keppti í formúlunni á sínum tíma. Hennar formúludagar eru þó taldir. „Þeir gáfu mér leyfi í síðustu viku til að fara að keyra á ný," sagði Maria de Villota við BBC. „Ég er aftur farin að geta metið fjarlægðir vel og mér líður eins og ekkert hafi gerst," sagði De Villota. De Villota er 33 ára gömul en hún viðurkennir þó að hún glími enn við höfuðverk og máttleysi vegna slyssins en hún hefur eytt síðustu sjö mánuðum í endurhæfingu á Spáni. „Til að byrja með var erfitt að gera daglega hluti eins og að grípa lykla eða ná í vatnsglas. Núna gengur allt hinsvegar miklu betur," segir De Villota og bætti við: „Þegar allt er á botninn holft þá er mitt náttúrulega umhverfi í bílnum og ég er ánægðust þar. Ég hef saknað þess að keyra," viðurkenndi Maria de Villota.
Formúla Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira