Tónlist í jólapakkann 20. desember 2012 07:00 MARGAR FLOTTAR ÚTGÁFUR 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar eru dæmi um glæsilegan tónlistarpakka. Það var mikið gert grín að dómnefnd Rannsóknarseturs verslunarinnar í fyrra þegar hún valdi spjaldtölvu sem jólagjöf ársins. Í ár vandaði dómnefndin sig greinilega meira og valdi íslenska tónlist sem jólagjöf ársins. Flott val sem auðvelt er að færa góð rök fyrir. Í fyrsta lagi er verðið mjög viðráðanlegt og svo er árið 2012 líka búið að vera mjög gott ár fyrir íslenska tónlist. Það hefur sjaldan eða aldrei komið út jafn mikið af góðum plötum. Gæðaplötur ársins skipta tugum og það er eitthvað í boði fyrir alla. Plötur Ásgeirs Trausta, Retro Stefson, Moses Hightower og Hjaltalín eru dæmi um plötur sem hafa slegið í gegn, en það eru mjög margar fleiri flottar plötur í popp-, rokk- og jaðardeildinni eins og sést í árslistavali tónlistarspekúlanta hér í blaðinu. Og það er margt annað í boði. Gamlir jaxlar eins og Mannakorn, Magnús og Jóhann og Bubbi komu t.d. með fínar plötur á árinu og í djassdeildinni er hægt að velja um plötur frá adhd, Skúla Sverris & Óskari Guðjóns og Stórsveit Samúel J. Samúelssonar svo eitthvað sé nefnt. Og svo eru það sparipakkarnir. Í boði eru m.a. mjög glæsilegir ferilspakkar með Ríó Tríó (3 plötur og DVD-diskur), Andreu Gylfa, Megasi og Jet Black Joe og svo voru nokkrir af stórtónleikum ársins gefnir út: Þar á meðal eru Stuðmenn í Hörpu, Minningartónleikarnir um Elly Vilhjálms og 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar. Síðastnefndu tónleikarnir voru algerlega frábærir. Hljómsveitin spilaði ekki bara bestu lögin sín heldur bryddaði upp á ýmsum nýjungum, fékk t.d. gesti til að flytja sum laganna. Þar á meðal voru KK, Hjaltalín og Unnsteinn úr Retro Stefson. Með afmælisútgáfunni fylgir líka aukadiskur með endurgerðum nokkurra listamanna á sígildum smellum með sveitinni. Flottur pakki! Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Það var mikið gert grín að dómnefnd Rannsóknarseturs verslunarinnar í fyrra þegar hún valdi spjaldtölvu sem jólagjöf ársins. Í ár vandaði dómnefndin sig greinilega meira og valdi íslenska tónlist sem jólagjöf ársins. Flott val sem auðvelt er að færa góð rök fyrir. Í fyrsta lagi er verðið mjög viðráðanlegt og svo er árið 2012 líka búið að vera mjög gott ár fyrir íslenska tónlist. Það hefur sjaldan eða aldrei komið út jafn mikið af góðum plötum. Gæðaplötur ársins skipta tugum og það er eitthvað í boði fyrir alla. Plötur Ásgeirs Trausta, Retro Stefson, Moses Hightower og Hjaltalín eru dæmi um plötur sem hafa slegið í gegn, en það eru mjög margar fleiri flottar plötur í popp-, rokk- og jaðardeildinni eins og sést í árslistavali tónlistarspekúlanta hér í blaðinu. Og það er margt annað í boði. Gamlir jaxlar eins og Mannakorn, Magnús og Jóhann og Bubbi komu t.d. með fínar plötur á árinu og í djassdeildinni er hægt að velja um plötur frá adhd, Skúla Sverris & Óskari Guðjóns og Stórsveit Samúel J. Samúelssonar svo eitthvað sé nefnt. Og svo eru það sparipakkarnir. Í boði eru m.a. mjög glæsilegir ferilspakkar með Ríó Tríó (3 plötur og DVD-diskur), Andreu Gylfa, Megasi og Jet Black Joe og svo voru nokkrir af stórtónleikum ársins gefnir út: Þar á meðal eru Stuðmenn í Hörpu, Minningartónleikarnir um Elly Vilhjálms og 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar. Síðastnefndu tónleikarnir voru algerlega frábærir. Hljómsveitin spilaði ekki bara bestu lögin sín heldur bryddaði upp á ýmsum nýjungum, fékk t.d. gesti til að flytja sum laganna. Þar á meðal voru KK, Hjaltalín og Unnsteinn úr Retro Stefson. Með afmælisútgáfunni fylgir líka aukadiskur með endurgerðum nokkurra listamanna á sígildum smellum með sveitinni. Flottur pakki!
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“