Hollywood bregst við harmleiknum 19. desember 2012 06:00 Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is
Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira